Hvernig tengi ég Shopify?
Inngangur
Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig þú getur bætt við afhendingarleiðum Dropp í Shopify. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að tengjast með því að ná í Dropp appið fyrir Shopify.
Fyrst þarf að ná í appið
Fyrsta skrefið er að fara inn á
apps.shopify.com/dropp og smella á
Add app.
Ef þú ert skráð/ur inn á Shopify ferðu beint á næstu síðu en annars þarftu að skrá þig inn með því að skrifa inn nafnið á búðinni þinni.
Næst ýtirðu á
Install app.
Svo þarf að setja inn API Key
Bæta við Carrier Calculated Rates (bara ef þú færð skilaboðin hér að neðan)
Ef þessi skilaboð koma upp þarftu að bæta við
Carrier Calculated Rates með því að hafa samband við Shopify á
help.shopify.com/en/questions#/contact.
Uppfært í febrúar 2023: Í febrúar tóku gildi breytingar hjá Shopify og nú þarf að vera í áskriftarleið sem heitir Shopify svo hægt sé að bæta við Carrier Calculated Rates. Verslanir sem eru í Shopify áskriftarleiðinni geta bætt við Carrier Calculated Rates fyrir $20 á mánuði. Samkvæmt Shopify hefur þessi breyting ekki áhrif á verslanir sem settu upp Carrier Calculated Rates áður en breytingin tók gildi.
Setja inn API Key
Næst þarftu að slá inn
API Key sem þú getur nálgast á
umsjon.dropp.is undir
Stillingar eða í tölvupóstinum sem þú fékkst frá Dropp þegar þú skráðir þig.
Ef þú ert ekki búin/n að stofna aðgang hjá Dropp geturðu smellt á
Get an API Key og skráð inn upplýsingar um verslunina þína.
Næst ýtirðu á
Test and Save Key.
Loks þarf að stilla appið og setja inn verð
Næst færðu upp stillingar fyrir Dropp appið. Þú getur alltaf nálgast stillingarnar aftur með því að skrá þig inn á Shopify og smella á
Apps.
Stillingarnar sem þú þarft að velja eru:
Number of Pickup Points | Hér geturðu valið hversu margir Dropp afhendingarstaðir birtast þegar viðskiptavinir velja afhendingarleið. Shopify birtir þá afhendingarstaði sem eru næst heimilisfangi viðskiptavinarins. Þú valið að einn til fimm afhendingartaðir birtist en við mælum með því að birta þrjá til fimm afhendingarstaði. |
Dropp shipping price | Hér slærðu inn verðið sem viðskiptavinir greiða fyrir að sækja á afhendingarstaði Dropp á Höfuðborgarsvæðinu. |
Dropp shipping price outside of the capital area | Hér slærðu inn verðið sem viðskiptavinir greiða fyrir að sækja á afhendingarstaði Dropp á landsbyggðinni. |
Offer free shipping from a certain order value | Ef þú vilt bjóða fría afhendingu þegar verslað er fyrir meira en ákveðna fjárhæð geturðu bætt því við hér. Ef þú vilt t.d. bjóða fría afhendingu ef verslað er fyrir meira en 10.000 kr. geturðu stillt það eins og á mynd. |
Að neðan eru fleiri afhendingarvalmöguleikar sem eru stilltir á nákvæmlega sama hátt
Heimsending á Höfuðborgar- svæðinu |
Ef þú vilt bjóða upp á samdægurs heimsendingu á Höfuðborgarsvæðinu geturðu stillt það hér. |
Heimsending utan Höfuðborgar- svæðisins |
Ef þú vilt bjóða upp á heimsendingu utan Höfuðborgarsvæðisins geturðu stillt það hér. Þetta eru heimsendingar á Suðvesturhorninu (Akranes, Reykjanes og Suðurland austur að Hvolsvelli). Stillingarnar eru eins og fyrir afhendingarstaðina hér að ofan. |
Heimsending áskrifstofutíma | Ef þú vilt bjóða upp á heimsendingu á skrifstofutíma geturðu stillt það hér. Þessar sendingar eru keyrðar út á milli kl. 10 og 16 næsta dag. Stillingarnar eru eins og fyrir afhendingarstaðina hér að ofan. |
Afhendingar á Landsbyggðinni | Ef þú vilt bjóða upp á afhendingu í öllum bæjarfélögum geturðu stillt það hér. Þessar sendingar fara ekki á Dropp afhendingarstaði. Stillingarnar eru eins og fyrir afhendingarstaðina hér að ofan. |
Þá er þetta tilbúið!
Þegar þú ert búin/n að vista stillingarnar geturðu farið inn á vefverslunina þína og séð hvernig afhendingarleiðirnar birtast. Ef þú vilt gera breytingar geturðu farið aftur í stillingarnar inni á Shopify aðganginum þínum undir
Apps.
Hvernig geng ég frá pöntunum?
Þegar pantanir berast frá viðskiptavinum þarftu að fara í
Fulfill order og
prenta út límmiða. Við getum síðan sótt pantanirnar til verslunarinnar eða þú getur komið með þær til okkar.
Leiðbeiningar hvernig þú gengur frá pöntunum má nálgast
hér.