Hvernig geng ég frá pöntun í WooCommerce?

Inngangur

Eftir að viðskiptavinur sendir inn pöntun þarftu að ganga frá henni í WooCommerce og koma henni til okkar. Við getum einnig sótt pantanir til verslana alla virka daga.

Eftir að gengið er frá pöntun er hægt að fylgjast með stöðu sendingarinnar á umsjon.dropp.is.

Fyrst þarf að ganga frá pöntuninni í WooCommerce

Til að ganga frá pöntun þarftu að skrá þig inn á WooCommerce og smella á  Orders.

Næst þarftu að velja pöntunina sem þú vilt ganga frá og smella á  Bulk actions og velja Dropp - Book orders og smella á Apply.

Næst þarf að smella aftur á Bulk actions og velja Dropp - Print labels og smella á Apply.

Svo þarf að smella á Click here to download PDF labels for orders.

Þá birtist strikamerki á PDF formi sem þú þarft að prenta út og líma á pakkann.

Þegar þú ert búin/n að skrá þig hjá Dropp birtist límmiðinn í A4 stærð.

Inni á umsjon.dropp.is undir Stillingar geturðu stillt stærðina á límmiðanum svo hann passi fyrir límmiðaprentarann þinn:

Svo þarf að afhenda sendinguna til Dropp

Þegar þú smellir á  Dropp - Book orders stofnast sendingin hjá okkur og við sendum tölvupóst og textaskilaboð á viðskiptavininn og látum hann vita að sendingin sé væntanleg.

Næst þarftu að prenta út límmiðann og líma á sendinguna

Síðan þarftu að koma pakkanum til okkar

Þú getur komið með pakkann til okkar. Upplýsingar um móttökustaði eru hér.

Þú getur einnig beðið um að láta sækja pakkana til þín

Við getum einnig sótt pakkann til verslunarinnar. Ef þú vilt að við sækjum pakkana þarftu að hafa samband við [email protected].

Að lokum geturðu fylgst með stöðu sendingarinnar

Þú getur fylgst með stöðu sendingarinnar inni á umsjon.dropp.is. Þú skráir þig inn með netfangi og lykilorði sem þú fékkst í tölvupósti frá Dropp þegar þú skráðir þig.

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk! Eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reyndu aftur seinna.