Hvernig tengi ég WooCommerce?

Inngangur

Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig þú getur bætt við afhendingarleiðum Dropp í WooCommerce. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að tengjast með því að ná í plugin fyrir WooCommerce.

Fyrst þarf að stofna aðgang

Ef þú ert ekki búin/n að stofna aðgang geturðu stofnað aðgang hér. Það kostar ekkert að tengjast og aðeins er rukkað fyrir afhentar sendingar.

Svo þarf að ná í plugin

Fyrst þarftu að skrá þig inn á WordPress og smella á Plugins í valmyndinni vinstra megin á skjánum.
Næst ýtirðu á Add new efst á skjánum og leitar að Dropp.
Þar finnurðu Dropp for WooCommerce og smellir á Install og síðan  Activate.

Til að sjá hvort þetta hafi virkað geturðu valið Active inni á Plugins síðunni og Dropp ætti að birtast þar.

Næst þarf að setja inn API key og Store ID

Næst ferðu í WooCommerce > Settings > Shipping inni á WordPress og smellir á Dropp.

Hér þarftu að slá inn API key sem þú getur nálgast á umsjon.dropp.is undir Stillingar eða í tölvupóstinum sem þú fékkst frá Dropp þegar þú skráðir þig. Þú getur sett sama kóða í API key (test).
Í Store ID þarftu að setja kóða sem er í tölvupóstinum frá Dropp.
Í New order status þarf að velja Pending Shipment (Dropp).
Næst ýtirðu á Save changes.

Loks þarf að stilla verðið og Shipping zones

Næst færðu í Shipping > Shipping zones.
Ef þú ert nú þegar með Shipping zone sem inniheldur allt Ísland þá þarftu að fara inn í það Shipping zone og smella á  Add shipping method.
Ef þú ert að setja upp nýja netverslun og ert ekki með neitt Shipping zone þá þarftu að smella á Add shipping zone og slá inn þessar stillingar:
Zone name Hér geturðu skrifað  Iceland (Þetta þarf ekki að gera ef þú ert að nota Shipping zone sem nú þegar er til staðar).
Zone regions Hér þarf ekki að setja inn neinar upplýsingar (Þetta þarf ekki að gera ef þú ert að nota Shipping zone sem nú þegar er til staðar).
Shipping methods Hér þarftu að smella á  Add shipping method, þar eru sex valmöguleikar á vegum Dropp:

  • Dropp - Til þess að bjóða upp á afhendingu á Dropp afhendingarstöðum á Höfuðborgarsvæðinu
  • Dropp Outside Capital Area - Til að bjóða upp á afhendingu á Dropp afhendingarstöðum á Landsbyggðinni
  • Dropp Home Delivery - Til að bjóða upp á samdægurs heimkeyrslu á Höfuðborgarsvæðinu
  • Dropp Home Delivery Outside Capital Area - Til að bjóða upp á heimkeyrslu á Suðvesturhorninu (Akranes, Reykjanesbær og Suðurland austur að Hvolsvelli)
  • Dropp Daytime Delivery - Til að bjóða upp á heimkeyrslu á Höfuðborgarsvæðinu á skrifstofutíma (afhent daginn eftir)
  • Dropp - Other Pickup Locations - Til að bjóða upp á afhendingar í öllum bæjarfélögum (t.d. með Flytjanda)

Veldu nú þá valmöguleika sem þú villt bjóða upp á í þinni netverslun. Til þess að velja fleiri en einn valmöguleika er nóg að smella aftur á Add shipping method.

Næst þarftu að smella á  Edit og breyta þessum stillingum fyrir þær afhendingarleiðir voru valdar. 

Method title Hér þarf að setja inn nafn fyrir afhendingarleiðina sem viðskiptavinir sjá, t.d. (eins og á mynd að ofan):
  • Sækja á afhendingarstað - Dropp fyrir Dropp
  • Sækja á afhendingarstað - Dropp fyrir Dropp Outside Capital Area
  • Samdægurs heimsending á Höfuðborgarsvæðinu fyrir Dropp Home Delivery
  • Heimsending utan Höfuðborgarsvæðisins fyrir Dropp Home Delivery Outside Capital Area
  • Heimsending á skrifstofutíma fyrir Dropp Daytime Delivery
  • Dropp - Landsbyggð fyrir Dropp - Other Pickup Locations
Cost Hér þarf að setja inn verðið sem viðskiptavinir borga fyrir þessa afhendingarleið. Hægt er að stilla verðið eftir þyngd innkaupakörfu. Það er gert með formúlu einis og á mynd að neðan, til dæmis [kg gt="20"]1950[/kg][kg lte="20"]1150[/kg]. Hér er verðið 1950 kr. ef þyngdin er meiri en 20 kg, annars er verðið 1150 kr.
Free shipping Þessi valmöguleiki býður upp á að rukka engan sendingarkostnað ef viðskiptavinir versla fyrir meira en einhverja tiltekna upphæð. Ef hakað er í boxið kemur upp gluggi til þess að slá inn lágmarksupphæðina.
Shipping class costs Hér er hægt að bæta við sendingarkostnað fyrir ákveðnar vörur. Með því að setja vörur í svokallaða 'shipping classes' er hægt að rukka aukalega fyrir sendingar á vörum í þeim flokki. Í flestum tilfellum þarf ekki að setja neitt í þessa reiti.

Þegar þetta er búið ýtirðu á Save changes.

Þá er þetta tilbúið!

Þegar þú ert búin/n að vista stillingarnar geturðu farið inn á vefverslunina þína og séð hvernig afhendingarleiðirnar birtast. Ef þú vilt gera breytingar geturðu alltaf farið aftur inn í stillingarnar og breytt þeim.
Svona ætti þetta að líta út hjá versluninni þinni:
  • ef póstnúmer á Höfuðborgarsvæðinu er valið:

  • ef póstnúmer utan Höfuðborgarsvæðisins er valið:

Breyta lit á korti

Þegar viðskiptavinir smella á Choose location birtist kort þar sem hægt er að velja afhendingarstað.
Þú getur breytt litunum á kortinu þannig að það passi betur við verslunina þína. Til að breyta litunum þarftu að hafa samband á [email protected] og við setjum inn nýju litina.

Síðan geturðu breytt útlitinu
Einn af kostunum við WooCommerce er að það er einfalt að breyta útlitinu. Ef þú vilt laga útlitið sjálf/ur eða fá vefhönnuð til að aðstoða við það geturðu breytt útlitinu í Appearance inni á WooCommerce svo það passi betur við síðuna þína.
Hérna er dæmi um hvernig útlitinu getur verið breytt til að passa við útlit verslunar:

Hvernig geng ég frá pöntunum?

Þegar pantanir berast frá viðskiptavinum þarftu að ganga frá pöntununum og prenta út límmiða. Við getum síðan sótt pantanirnar eða þú getur komið með þær til okkar.
Leiðbeiningar hvernig þú gengur frá pöntunum má nálgast hér.
Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk! Eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reyndu aftur seinna.