Hvernig tengi ég Shopify?

Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig þú getur bætt við afhendingarleiðum Dropp í Shopify. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að tengjast með því að ná í Dropp appið fyrir Shopify.

1. Stofna aðgang

Ef þú hefur ekki stofnað aðgang geturðu gert það hér. Það kostar ekkert að tengjast og aðeins er rukkað fyrir afhentar sendingar.

2. Ná í appið

Fyrsta skrefið er að fara inn á apps.shopify.com/dropp og smella á Add app.

Ef þú ert skráð/ur inn á Shopify ferðu beint á næstu síðu en annars þarftu að skrá þig inn með því að skrifa inn nafnið á búðinni þinni.

Næst ýtirðu á Install app.

3. Setja inn API Key

Bæta við Carrier Calculated Rates (bara ef þú færð skilaboðin hér að neðan)

Ef skilaboðin hér að neðan koma upp þarftu að bæta við Carrier Calculated Rates með því að hafa samband við Shopify á help.shopify.com/en/questions#/contact.

Í febrúar 2023 tóku gildi breytingar hjá Shopify og nú þarf að vera í áskriftarleið sem heitir Shopify svo hægt sé að bæta við Carrier Calculated Rates. Verslanir sem eru í Shopify áskriftarleiðinni geta bætt við Carrier Calculated Rates fyrir $20 á mánuði. Samkvæmt Shopify hefur þessi breyting ekki áhrif á verslanir sem settu upp Carrier Calculated Rates áður en breytingin tók gildi.

Setja inn API Key

Næst þarftu að slá inn API Key sem þú getur nálgast á umsjon.dropp.is undir Stillingar eða í tölvupóstinum sem þú fékkst frá Dropp þegar þú skráðir þig.

Ef þú hefur ekki stofnað aðgang geturðu gert það hér.

Næst ýtirðu á Test and Save Key.

4. Aðrar stillingar

Hér getur þú valið hvort endursendingarmiðar prentist með öllum sendingum og hvort pöntun verði fulfilled þegar hún er bókuð hjá Dropp.

Return Labels Generation

Hér er hægt að haka í Automatically generate return labels when printing shipping labels og þá myndast sjálfkrafa vöruskilamiði með hverri pöntun.

Ef þú sendir vöruskilamiðann með sendingunum geta viðskiptavinir skilað þeim án þess að skrá vöruskilin sérstaklega. Það eina sem þeir þurfa að gera er að líma vöruskilamiðann á pakkann og skila honum á næsta Dropp stað og við komum svo sendingunni til verslunarinnar.

Þegar vöruskilamiði er sendur með sendingu þarf að passa að hann sé ekki utan á sendingunni.

Best er að setja hann inn í sendinguna og viðskiptavinir líma hann á þegar þeir ætla að skila.

Order fulfillment and tracking numbers in Shopify

Hér mælum við með að hakað sé í Automatically fulfill and add a tracking number when a shipping label is printed. Þá verður pöntun fulfilled um leið og hún er stofnuð hjá Dropp. Verslanir sem vilja ekki að það gerist geta tekið hakið úr hér.

5. Sendingarleiðir og verð

Frá og með 1. júní 2023 mun þjónusta Dropp aukast og við bætum við þjónustu fyrir þyngri sendingar. Verslanir sem eru nú þegar að nota Dropp geta notað leiðbeiningarnar hér að neðan til að setja inn verð fyrir þyngri sendingar. Til þess að verð fyrir þyngri sendingar birtist rétt þarf að skrá þyngd fyrir þær vörur sem eru þyngri en 10 kg (sjá hér að neðan):

Næst þarftu að velja þær sendingarleiðir sem þú vilt bjóða upp á og setja inn verð. Þú getur alltaf nálgast stillingarnar aftur með því að skrá þig inn á Shopify og smella á Apps.

Afhendingarstaðir (Dropp pickup locations)

Til að bæta við Dropp afhendingarstöðum þarf að haka við Enable Dropp pickup locations og setja inn stillingar:

 • Dragðu til stikuna til að velja hversu margir afhendingarstaðir birtast viðskiptavini (við mælum með því að setja inn 5). Þeir afhendingarstaðir sem eru næst heimilisfangi viðskiptavinar munu birtast.
 • Í Price capital area þarf að setja inn þau verð sem viðskiptavinir eiga að greiða fyrir afhendingarstaði á höfuðborgarsvæðinu og í Price outside capital area þarf að setja inn þau verð sem viðskiptavinir eiga að greiða fyrir afhendingarstaði utan höfuðborgarsvæðisins.
 • Ef þú vilt bjóða upp á fríar sendingar þegar verslað er fyrir meira en ákveðna upphæð geturðu stillt það með því að haka við Offer free shipping from a certain order value.
 • Ef þú smellir á Load standard prices þá koma sjálfkrafa upp þau verð sem verslunin greiðir til Dropp. Ath. að ef þú smellir á það þá detta verðin út sem höfðu verið sett inn áður.

Næst þarf að smella á Save.

Samdægurs heimsendingar

Til að bæta við heimsendingum þarf að haka við Enable Home Delivery og setja inn stillingar:

 • Í Price capital area þarf að setja inn þau verð sem viðskiptavinir eiga að greiða fyrir heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu og í Price outside capital area þarf að setja inn þau verð sem viðskiptavinir eiga að greiða fyrir heimsendingar á suðvesturhorninu (Reykjanesbær, Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakki og Akranes).
 • Ef þú vilt bjóða upp á fríar sendingar þegar verslað er fyrir meira en ákveðna upphæð geturðu stillt það með því að haka við Offer free shipping from a certain order value.
 • Ef þú smellir á Load standard prices þá koma sjálfkrafa upp þau verð sem verslunin greiðir til Dropp. Ath. að ef þú smellir á það þá detta verðin út sem höfðu verið sett inn áður.

Næst þarf að smella á Save.

Heimsendingar á skrifstofutíma

Þessar sendingar eru keyrðar út á skrifstofutíma næsta virka dag.

Til að bæta við heimsendingum á skrifstofutíma þarf að haka við Enable Corporate Home Delivery (daytime) og setja inn stillingar:

 • Í Price capital area þarf að setja inn þau verð sem viðskiptavinir eiga að greiða fyrir heimsendingar á skrifstofutíma (eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu).
 • Ef þú vilt bjóða upp á fríar sendingar þegar verslað er fyrir meira en ákveðna upphæð geturðu stillt það með því að haka við Offer free shipping from a certain order value.
 • Ef þú smellir á Load standard prices þá koma sjálfkrafa upp þau verð sem verslunin greiðir til Dropp. Ath. að ef þú smellir á það þá detta verðin út sem höfðu verið sett inn áður.

Næst þarf að smella á Save.

Aðrir afhendingarstaðir

Þessar sendingar eru sendar með Samskipum.

Til að bæta við sendingum með Samskipum þarf að haka við Enable Other pickup locations og setja inn stillingar:

 • Í Price outside capital þarf að setja inn þau verð sem viðskiptavinir eiga að greiða fyrir sendingar með Samskipum (eingöngu í boði utan höfuðborgarsvæðisins).
 • Ef þú vilt bjóða upp á fríar sendingar þegar verslað er fyrir meira en ákveðna upphæð geturðu stillt það með því að haka við Offer free shipping from a certain order value.
 • Ef þú smellir á Load standard prices þá koma sjálfkrafa upp þau verð sem verslunin greiðir til Dropp. Ath. að ef þú smellir á það þá detta verðin út sem höfðu verið sett inn áður.

Næst þarf að smella á Save.

6. Upplýsingar um þyngd sendinga

Til þess að verð fyrir þyngri sendingar birtist rétt (þau verð sem þú settir inn hér að ofan) þarf að skrá þyngd fyrir þær vörur sem eru þyngri en 10 kg. Ekki er nauðsynlegt að skrá nákvæma þyngd fyrir allar vörur.

Hvernig á að skrá þyngd?

Til að skrá þyngd vöru er farið í Products og smellt á vöru. Þar finnið þið reit sem heitir Shipping og getið sett inn þyngd vörunnar í Shipping weight.

Við mælum með því að skrá þyngdirnar svona:

 • Vörur sem eru 0-10 kg: Hér þarf ekki að setja inn þyngd
 • Vörur sem eru 10-30 kg: Hér má setja þyngdina 15 kg (eða einhverja tölu á milli 10 og 30)
 • Vörur sem eru 30-75 kg: Hér má setja þyngdina 50 kg (eða einhverja tölu á milli 30 og 75)
 • Vörur sem eru 75-150 kg: Hér má setja þyngdina 100 kg (eða einhverja tölu á milli 75 og 150)
 • Vörur sem eru 150 kg eða meira: Hér má setja þyngdina 151 kg (eða einhverja tölu hærri en 150)

Með því að skrá þyngdirnar með þessum hætti þarf ekki að mæla og setja inn nákvæma þyngd fyrir allar vörur og þetta dugar til þess að rétt verð birtist. Ef þú ert nú þegar með nákvæma þyngd fyrir allar vörur skráðar þá þarftu ekkert að gera og verðin ættu að birtast rétt. Ath. að þegar þú skráir þyngdirnar þarftu að nota rúmmálsþyngd.

Rúmmálsþyngd

Þegar þyngd vöru er skráð þarf að tryggja að notuð sé rúmmálsþyngd. Það er einfalt að reikna út rúmmálsþyngd fyrir stakar vörur með þessari reiknivél. Í flestum tilfellum er það stærð vörunnar (rúmmál) sem ræður því hver rúmmálsþyngdin er og því er mikilvægt að reikna þetta rétt.

Dæmi: Vara sem er 40cm (hæð) x 50cm (breidd) x 60cm (lengd) með umbúðum og er 20 kg að þyngd hefur rúmmálsþyngdina 40 kg. Þrátt fyrir að þyngdin sé aðeins 20 kg er rúmmálið það mikið að rúmmálsþyngdin verður 40 kg.

Ef þú þarft að reikna út rúmmálsþyngd fyrir margar vörur geturðu formúluna hér að neðan (fyrir stakar vörur er gott að nota reiknivélina):

Rúmmálsþyngd = hæð x breidd x lengd / 3000

7. Nauðsynlegar upplýsingar (símanúmer)

Mikilvægt er að öllum pöntunum fylgi símanúmer svo við getum sent skilaboð og QR kóða til viðskiptavina. Ef ekkert símanúmer fylgir pöntun er hætt við því að hún komist ekki til skila.

Það er því mikilvægt að setja upp stillingar þannig að símanúmers sé krafist með því að fara í Settings > Checkout > Customer information og haka við Required í Shipping address phone number:

Þá er þetta tilbúið!

Þegar þú hefur lokið við að vista stillingarnar geturðu farið inn á vefverslunina þína og séð hvernig afhendingarleiðirnar birtast. Ef þú vilt gera breytingar geturðu farið aftur í stillingarnar inni á Shopify aðganginum þínum undir Apps.

Hvernig geng ég frá pöntun?

Þegar pantanir berast frá viðskiptavinum þarftu að fara í Fulfill order og prenta út límmiða. Við getum síðan sótt pantanirnar til verslunarinnar eða þú getur komið með þær til okkar. Nánari upplýsingar um móttöku sendinga eru hér.

Leiðbeiningar um hvernig þú gengur frá pöntunum má nálgast hér.

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk! Eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reyndu aftur seinna.